Narfi frá Hrísey í vanda

Ungmennafélagið Narfi frá Hrísey hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að sú staða gæti komið upp að liðið yrði ekki með í Íslandsmótinu í vetur.  Liðið hefur síðustu tvö keppnistímabil keppt með lið í meistaraflokki og óhætt að segja að fjórða liðið hafi breytt mótinu til hins betra, bæði með fjölgun leikja og aukinni fjölbreytni.
 
Staðreyndin er hins vegar sú að liðið var/er samanstett úr leikmönnum sem flestir voru hættir að spila af ýmsum orsökum, flestir vegna fjölskyldu og vinnu og aðrir jafnvel vegna aldurs.  Ekki tókst alltaf að fullmanna lið fyrir leiki og nú fyrir þetta tímabil hefur enn harnað á dalnum, menn dottið út og engin endurnýjun.  Öll lið hafa til fimmtudagsins 7. september frest til að tilkynna þátttöku á Íslandsmótinu skv skilaboðum mótanefndar.
 
Narfi sendi inn tilkynningu til mótanefndar þess efnis að fulltrúar liðanna ætluðu að gera hvað þeir gætu til að manna liðið fyrir umrædda dagsetningu, en skrái liðið sig ekki inn megi líta svo á að Narfi sé komið í tímabundið frí frá keppni.