Námskeið helgarinnar.

Helgin var stór hjá íshokkímönnum svo ekki sé nú fastara að orði kveðið. Aseta-mótinu hafa verið gerð skil hérna á síðunni en fleira var á döfinni. Dómaranámskeið sem haldið var á fimmtudegi og sunnudegi kom vel út og ekki síður dómarnir. Eins og þeir sem komu á leikina sáu, var dómarinn sem hélt námskeiðið, einnig eftirlitsdómari á leikjunum og gaf hann undantekningarlaust íslensku dómurunum góða einkunn fyrir störf sín. Á sunnudeginum mættu síðan fulltrúar allra félaga á námskeið í því sem við höfum kallað "danska kerið". Ég held að ég geti sagt að kerfi þetta á eftir að valda byltingu hjá okkur íshokkímönnum. Allt utanumhald um leiki á eftir að stórbatna en einnig verður stór breyting fyrir leikmenn, þjálfara og aðra þá sem hafa gaman að því að velta fyrir sér tölfræðinni úr hverjum leik fyrir sig, eða frammistöðu vetrarins. Stefnt er að því að kerfið verði notað í öllum flokkum þar sem mörk eru skráð. Fyrsta prufa fer fram annað kvöld þegar Björninn og Narfinn spila og vonumst við til að það gangi áfallalaust.

HH