Námskeið

Í byrjun janúar birtum við frétt um námskeið á vegum IIHF sem haldin verða í vor og sumar. Um er að ræða þjálfarannámskeið, dómaranámskeið ásamt námskeiðum fyrir tækjastjóra og aðra þá sem koma að íþróttinni.

Nú um mánaðarmótin rennur út umsóknarfrestur á þessi námskeið þannig að þeir sem vilja skoða málin verða að hafa samband sem fyrst annaðhvort á ihi@ihi.is eða í síma 514-4075

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH