Námskeið

Fyrstu fréttir af námskeiðum á vegum Alþjóða Íshokkísambandsins eru farnar að koma í hús. Í apríl verður haldið námskeið á vegum IIHF í Zurich í Sviss sem sérstaklega er ætlað þeim sem eru að þjálfa í kvennahokkí. Í lok apríl og byrjun maí verða haldin tvö námskeið í Bratislava í Slóvakíu.  Annað námskeið einblínir á þjálfun fyrir þá yngri á meðan hitt einblínir á þjálfun almennt.
Í byrjun júlí eru svo hefðbundnar búðir í Vierumaki í Finnlandi. Við munum fjalla nánar um þær síðar hér á síðunni en boðið er upp á fjölmarga flokka sem nema má í búðunum.

Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar geta haft samband á ihi@ihi.is


HH