Námskeið

Eins og fram hefur komið verður dómaranámskeið haldið á vegum ÍHÍ um næstkomandi helgi á Akureyri. Fleiri námskeið eru hinsvegar á döfinni.

Gert er ráð fyrir að helgina á eftir, þ.e. 6 - 8 september verði haldið dómaranámskeið í Reykjavík en dagskrá þess verður auglýst fljótlega. Dagskráin mun þó miðast við að hún rekist ekki á leiki sem fyrirhugaðir eru á laugardeginum.

Þriðja námskeiðið sem áætlað er fer svo fram helgina 13 - 15 september og þar er um að ræða svokallað LTP-námskeið. LTP-námskeið er ætlað þeim sem koma að þjálfun í yngstu flokkunum en einnig öllum þeim sem áhugasamir eru um þjálfun í þeim flokkum. LTP stendur fyrir Learn to Play en námskeiðið er þróað af Alþjóða Íshokkísambandinu (IIHF). Andri Freyr Magnússon mun hafa yfirumsjón með námskeiðinu en það mun verða kynnt nánar síðar. Þeir sem hafa hinsvegar áhuga á að kynna sér fyrir hvað LTP stendur geta hinsvegar fundið kennsluefnið hérna.

HH