Næstu leikir.

Einn leikur er um helgina í mfl. karla en þar eigast við Björninn og SA. Leikurinn fer fram klukkan 19.30 og verður í Egilshöll. Síðasti leikur milli þessara liða var æsispennandi og endaði með jafntefli í venjulegum leiktíma og í framlengingu kræktu SA-mann sér í aukastigið með því að skora gullmarkið góða. Það ætti því að vera hægt að lofa spennandi leik og ástæða til að hvetja fólk til að kíkja við.

Einnig viljum við vekja athygli á að um helgina er eitt af 4. flokks mótunum haldið og er það einnig í Egilshöll. Þarna gefst fólki kostur á að sjá framtíðarleikmenn Íslands í íshokkí. Dagskrá mótsins má finna hér.