Næstu leikir

Nú styttist óðum í jólafríið en nokkrir leikir fara fram í desember.  Næstu leikir verða nú um helgina en þá fara fram tveir leikir í hjá meistaraflokki.  SR tekur á móti SA í Laugadalnum kl. 19:00 á laugardaginn og Björninn tekur á móti  Narfa á sunnudaginn kl. 16:00, en sá leikur átti að vera á laugardaginn skv dagskrá en hefur verið færður til um einn dag.
 
 
Næsti leikur eftir leiki helgarinnar verður svo í næstu viku, þann 8. desember en þá mætast Reykjavíkurliðin í laugadalnum.  Næsti leikur þar á eftir verður á milli norðanliðanna þriðjudaginn 13. desember en síðustu leikir ársins fara fram dagana 16.  – 18. desember á Akureyri.  Á föstudagskvöldið 16. mætast kvennalið SA og Bjarnarins og daginn eftir tekur SA á móti Birninum og Narfi á móti  SR í meistaraflokki.  Á sunnudeginum mætast svo SA og SR í 2. flokki.