Næstu leikir

Á morgun, miðvikudag, mætast í Laugadalnum Skautafélag Reykjavíkur og Björninn í meistaraflokki karla.  Viðureignir þessara liða í vetur hafa verið spennandi, hart hefur verið barist og bæði lið hafa borið sigur úr býtum.
Á laugardagskvöldið taka svo Norðanmenn á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Skautahöllinni á Akureyri.  Þá verður að öllum líkindum kátt í höllinni því að um sömu helgi fer fram hið árlega Brynjumót yngri flokka og því má reikna með góðum fjölda í húsinu.
Meðfylgjandi mynd er úr safni Margeirs myndasmiðs og sýnir þá Birki Árnason úr SA og Gauta Þormóðsson úr SR taka góða byltu á ísnum.