Næstu æfingabúðir landsliða

Frá HM karla 2013
Frá HM karla 2013

Næstu æfingabúðir landsliða eru fyrirhugaðar í endann á desember og í byrjun janúar. Æfingaleikir kvennalandsliðsins sem fyrirhugaðar voru um miðjan desember hafa hinsvegar verið felldar niður.

U18 ara liðið ríður á vaðið með æfingum dagana 27. og 28 desember nk. en þær búðir eru ráðgerðar í Reykjavík. Nánari dagskrá mun koma fljótlega eftir helgi ásamt leikmannalista.

Ráðgert er að U20 ára landsliðið  æfi 4. og 5. janúar nk. Dagskráin fyrir það ætti að koma fljótlega en einnig er gert ráð fyrir að þessar búðir verði í Reykjavík. Ekki er gert ráð fyrir æfingum hjá karlalandsliðinu þessa sömu helgi.

HH