Næsti leikur.

Á kvöld leiða saman hesta sína Björninn og Skautafélag Reykjavíkur. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30. Enginn þarf að efast um að leikurinn er mikilvægur báðum liðum og því munu menn án nokkurs vafa leggja sig alla fram. SR-ingar hafa tapað síðustu þremur leikjum í röð á mótinu og þeir eru sjálfsagt ekki á þeim buxunum að fara að tapa þeim fjórða. Þess til viðbótar hafa þeir tapað toppsætinu til norðanmanna en með sigri geta þeir náð því til baka. Bjarnarmenn geta hinsvegar, með sigri, komið sér nær toppliðunum og opnað deildina uppá gátt. Heyrst hefur að þjálfari þeirra, hafi á síðustu vikum, haldið þeim á stífum æfingum og liðið sé sífellt að bæta í. Vonandi fáum við spennandi leik og eru áhorfendur hvattir til að mæta og HVETJA SÍNA menn.