Næsti leikur.

Einn leikur er á dagskrá í kvöld í mfl. karla. Þá etja Bjarnarmenn kappi við SR-inga og er leikurinn í Egilshöll klukkan 19.30. Einsog kemur fram hér í frétt á síðunni sóttu SR-ingar um leikheimild fyrir Petr Krivanek nú fyrir helgi en ekki er enn vitað hvort leikheimildin frá IIHF verður komin fyrir leikinn. Hverju sem því líður þá mun SR-ingum bætast liðsauki, þar sem einn markvörður þeirra, Birgir Örn Sveinsson, kemur aftur eftir að hafa tekið út leikbann. SR-ingar unnu síðasta leik milli liðanna nokkuð örugglega 9 - 7 eftir að hafa komist 5 - 0 yfir í fyrsta leikhluta. Bjarnarmenn munu því vilja ná fram hefndum og munu verða á tánum frá fyrstu mínútu.

Semsagt skyldumæting í Egilshöll klukkan 19.30 annað kvöld.

HH