Næsti leikur

Í kvöld leiða saman hesta sína í meistaraflokki karla, SR og Björninn. Leikurinn fer fram í skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan 19.45. Í síðasta leik liðanna unnu Bjarnarmenn tiltölulega auðveldan sigur á SR-ingum með sex mörkum gegn þremur. Ekki er nokkur vafi á, að deildar og íslandsmeistarar síðasta árs, þ.e. SR-ingar hafa harma að hefna og mega áhorfendur eiga von á spennandi leik. Einsog sjá mátti á frétt hérna á heimasíðunni í gær sóttu SR-ingar um leikheimild fyrir erlendann leikmann að nafni Daniel Kolar. Ekki er enn vitað hvort leikheimildin verður að fullu afgreidd frá IIHF fyrir leikinn.

HH