Munntóbak.

Á hádeginu í dag var formlega opnaður nýr vefur sem Lýðheilsustöð hefur látið útbúa í samstarfi við stýrihóp um munntóbaksnotkun. Á vefnum er fjallað um munntóbak, ánetjun þess og áhrif. Jafnframt eru gefnar leiðbeiningar um hvernig vænlegast sé að hætta notkuninni en að sjálfsögðu er best að byrja aldrei. Ég vil endilega hvetja alla til að skoða vefinn sem var opnaður af þessu tilefni en hann má finna hér.

HH