Mótherjarnir.

Einsog kemur fram hérna annarsstaðar á síðunní þá hefur íslenska karlalandsliðið leik eftir rúmlega klukkustund á heimsmeistarmótinu í Seoul í Suður-Kóreu. Mótherjarnir eru lið Mexíkó og vonandi ná okkar menn góðum úrslitum í leiknum. Mexíkómenn hófu leikinn í gær og léku þá gegn heimamönnum, greinilegt er að lið heimamanna er firnarsterkt og koma hérna fáeinar staðreyndir úr leiknum sem endaði 6 - 1 heimamönnum í vil.

Suður-Kóreumenn áttu 40 skot á mark gegn 3 skotum Mexíkómanna.
Suður-Kóreumenn væru 40 mín. í refsiboxinu á móti 36 mín. Mexíkómanna.
Bæði lið gerðu eitt mark manni fleiri (power play).
Suður-Kóreumenn gerði eitt mark mann færri.

Ekki er alveg vitað um hvort hægt verður að fá stöður í okkar leik eftir hvern þriðjung en við vonum það besta.

Rétt í þessu voru heimamenn frá Suður-Kóreu að sigra Ástrala með 5 mörkum gegn 4 (óstaðfest).

HH