Mótaskrárbreytirngar - U18

Vegna ástæðna sem við gátum ekki við ráðið er verið að gera töluverðar breytingar á mótaskrá vetursins. Mótaskráin sem hefur undanfarið verið hér til vinstri á síðunni hefur því verið fjarlægð og vonandi mun ný birtast á allra næstu dögum. Leikurinn sem samkvæmt mótaskrá á að vera í kvöld, heldur sér, en það er leikur SR og Bjarnarins í 2. flokki karla og hefst leikurinn klukkan 20.30. Um komandi helgi mun síðan fara fram tveir leikir fyrir norðan þar sem leika Skautafélag Akureyrar og Narfamenn. Venjan er síðan orðin sú að "Bein útsending" glugginn hægra meginn á síðunni er ætíð uppfærður á mánudögum, þ.e. þeir leikir sem eru á dagskrá, og þá fyrir viku í senn. Því miður er ekki hægt að senda leikinn beint út á netinu í kvöld þar sem nýr server verður settur upp fyrir kerfið en undanfarið hafa verið mikla truflanir á kerfinu. Vonandi horfir til betri vegar.

Æfingabúðir U18 um helgina Sergei Zak hefur boðað til æfingabúða U18 ára landsliðsins núna um helgina með skömmu fyrirvara vegna skyndilegra breytinga á leikjatöflu vetrarins.  Mæting er kl. 20:30 í Laugadalnum.
 
Dagskráin er sem hér segir;
 
Æfingabúðir 2  
    

Föstudagur 11. janúar kl. 20:30 mæting í Egilshöll
21:15-22:45 Ísæfing
    
    
Laugardagur 12. janúar kl. 14:00 mæting í Laugardalshöll (Ekki skautahöll)
14:30-16:00 Af-ís æfing
    
    
Sunnudagur 13. janúar kl. 08:15 mæting í Egilshöll
09:00-10:00 Ísæfing
10:15 Töflufundur