Mótaskrá og barnamót

Nú hefur mótaskráin verið samþykkt á öllum þeim stöðum sem hún þarfnast samþykkis á. Nýjasta útgáfan með öllum tímasetningum er því komin á netið og einsog ævinlega er hún hérna vinstra meginn á síðunni hjá okkur. Í næstu útgáfu af mótaskrá verður einnig dómaraskrá fram að jólum. Við höfum einnig tekið upp þá nýbreytni að hafa upphafsstafi dómaranna í dagskránni sem er hægra meginn á síðunni þannig að auðvelt sé fyrir alla að sjá hvaða dómarar eru á hverjum leik.

Einnig er komin dagskrá fyrir barnamótið í Laugardal um komandi helgi. Þar verður spilað að kappi bæði laugardag og sunnudag ásamt því að haft verður ofan fyrir börnunum eins og hægt er þegar laus ís er til staðar. Dagskráin er hér en einnig má finna hana hægra megin í glugganum um komandi leiki og mót.

Myndina tók Kristján Maack.

HH