Mótaskrá

Í dag var endanleg mótaskrá gefin út. Enn sem komið er hafa eingöngu dagsetningar verið settar í hana en gengið er útfráþví að tímasetningar verði komnar seinna í vikunni. Einhverjar breytingar gætu þó orðið á henni ennþá þar sem ekki liggur enn fyrir hvar og hvenær HM kvenna og U20 liðsins verða haldin og gæti það orðið til þess að smávægilegar breytingar yrði að gera. Enn liggur heldur ekki fyrir um sjónvarpsútsendingar frá leikjum þetta tímabilið en verið er að vinna í þeim málum. Dagskráin er, eins og allt síðasta ár aðgengilega á forsíðunni hjá okkur undir tenglinum "Leikjadagskrá".