Mótaskrá

Smávægileg breyting hefur orðið á mótaskrá og er ný uppfærsla af henni komin á sinn stað á heimasíðunni okkar. Þriðja flokks mót hefur verið fært fram um eina helgi en um þarnæstu helgi kemur svokallað USA-Europe selects. Þar er um að ræða mjög spennandi verkefni sem gaman verður að sjá hvernig á eftir að þróast.

Einnig eru komnar dagsetningar á tvo leiki sem frestað var í vetur í 2. flokki karla. Það eru leikir Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur sem fram munu fara í Egilshöll. Í þeim leikjum munu úrslit í öðrum flokki karla ráðast þannig að hokkítímabilið er langt frá því að vera búið.

HH