Mót og leikir helgarinnar.

Um helgina fór fram mót í fjórða flokki. Mótið er ekki hluti af íslandsmóti heldur svokallað bikarmót. Leikið var á Akureyri. SR-ingar voru ekki með að þessu sinni en lokastaðan varð þessi:

 Leikir U J  T Mörk +  Mörk - Stig
Björninn A    4 4 0 50 19 12
Björninn B    4 2 0 2 37 20 6
SA    4 0 0 4 11 59 0
Einnig fór einn leikur fram í 2 flokki karla en þar áttust við lið SA og lið SR. Leiknum lauk með sigri norðanmanna sem skoruðu 8 mörk gegn 4 mörkum gestanna. Atkvæðamestir í liði heimamanna voru Orri Blöndal og Andri Már Mikaelsson með þrjú mörk hvor.

HH