Mörrum-liðar

Við rákumst á þessa fínu mynd af drengjunum í Mörrum. Drengirnir hafa verið að gera ágætis hluti og náð miklum framförum á þeim stutta tíma sem þeir hafa verið í svíaríki. U20 liðið hjá Mörrum vann Vaxjö Lakers í síðasta leik. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma 4 - 4 og að lokinni framlengingu var gripið til vítakeppni. Sigurmarkið þar gerði Egill Þormóðsson og enginn vafi að kátt hefur verið í höllinni eftir það mark.

Ljósmynd Bára Einarsdóttir

HH