Morgunblaðið - hokkí

Við viljum benda á að í íþróttakálfi Morgunblaðsins i dag má sjá viðtal við nýráðinn þjálfara karlalandsliðs Íslands í íshokkí Richard Eirík Tahtinen. Richard fer yfir víðan völl í viðtalinu og bendir meðal annars á nauðsyn þess að byggð séu fleiri skautasvell. Fyrirsögn viðtalsins er "Næsta þjóðaríþrótt?" en við hokkímenn vitum betur og stefnum að sjálfsögðu að því að spurningarmerkið hverfi úr fyrirsögninni.

HH