Minningarathöfn um Stefán Liv í Jönköpping

Stefan Liv í marki sænska landsliðsins

10. Janúar síðastliðinn var treyja númer 1 hjá HV71 í Jönköpping dregin upp í rjáfur í Kinnarpsarenan heimavelli liðsins til heiðurs Stefan Liv landsliðsmarkverði Svía sem lést á sviplegan hátt þegar flugvél með lið Lokomotiv Yaroslavl fórst á síðasta ári. Uppeldisklúbbur Stefans var HV71 í Jönköpping og með þeim hafði hann þrisvar sinnum orðið sænskur meistari. Við hátíðlega athöfn var treyja hans dregin upp í rjáfur og engin mun spila með heimaliðinu HV71 framar í treyju númer 1

Myndband frá athöfninni má finna hér http://www.elitserienplay.se/video.1381117072001

Hér er síðan grein sem skrifuð var á vef IIHF að þessu tilefni.  http://www.iihf.com/nc/home-of-hockey/news/news-singleview/recap/6360.html

Stefan Liv í treyju HV71