Mikil spenna fyrir undankeppni Ólympíuleikanna sem leikin er í Laugardalnum.

Karla landslið íslands leikur hér heima þrjá leiki í undankeppni Ólympíuleika og verður kátt í Skautahöllinni í Laugardal þessa desember daga þegar leikirnir fara fram enda ekki á hverjum degi sem landslið okkar sést keppa hér á landi. Nokkur endurnýjun er í hópnum og einhver meiðsl þannig að talsvert stór hópur ungra og efnilegra leikmanna fær nú tækifæri að spila á heimavelli.  
Auk okkar taka þátt í þessum riðli Eistland, Búlgaría og Suður Afríka. Dagsráin er sem hér segir, 

Fimmtudagurinn 14. desember 
15:30 Búlgaría - Eistland
19:00 Ísland - Suður Afríka

Föstudagurinn 15. desember
15:30 Eistland - Suður Afríka
19:00 Ísland - Búlgaría

Sunnudagurinn 17. desember
13:30 Suður Afríka - Búlgaría
17:00 Eistland - Ísland

Miðar eru seldir á Tix.is og kostar dagpassinn 2500 krónur, Einnig er hægt að kaupa Mótspassa á 5000 krónur.

https://tix.is/is/event/16716/forkeppni-olympiuleika-i-ishokki/