Mikil hokkíhelgi framundan

Um helgina fer fram mikill fjöldi leikja í mörgum flokkum.  Í meistaraflokki karla mætast SR og Narfi í tvígang yfir helgina.  Fyrri leikurinn fer fram á föstudag kl. 20:30 og sá síðari á laugardag kl. 19:00 og fara báðir leikirnir fram í Laugadalnum. 
 
Í kvennaflokki mætast Björninn og SA í Egilshöll á laugardagskvöldið kl. 21:15 og er þetta 6. viðureign liðanna í vetur.  Meira jafnræði hefur verið á milli liðanna í  vetur en oft áður og því má vafalaust búast við hörku viðureign.  Mikið er í húfi í þessum leik því vinni SA leikinn (í venjulegum leiktíma) hefur liðið tryggt sér  Íslandsmeistaratitilinn.
 
Um helgina fer jafnframt fram í Egilshöll Landsbankamót barna í 7. - 5. flokki þannig að það er óhætt að segja að mikið verði um að vera þessa helgi.  Það er í það minnsta af nógu að taka og eitthvað fyrir alla.