Mikil aukning á umferð á heimasíðu ÍHÍ

Greinilegt er að íshokkí áhugafólk kann vel að meta beinar útsendingar ÍHÍ á netinu, í gær laugardag voru 331 aðili sem að heimsótti síðuna og er það hæðsta tala sem að við höfum séð í nokkurn tíma. Þetta er gleðilegur hvati fyrir okkur að gera enn betur. Nokkuð var um ambögur og dönskuslettur í útsendingu gærdagsins en verið er að vinna í að stað- og lagfæra kerfið og kemur það til með að taka nokkurn tíma í viðbót.