Mikið um að vera í kvöld laugardagskvöld


Á Akureyri taka Narfamenn á móti Bjarnarmönnum í mfl. karla og á eftir þeim eigast við kvennalið SA og Bjarnarins.  Hokkíkonur eru nú í æfingabúðum á Akureyri en Sveinn Björnsson (Denni) landsliðsþjálfari kvenna er að undirbúa það að velja endanlegan landsliðslhóp sem að fer til Nýja Sjálands til keppni í heimsmeistaramóti kvenna 4. deild sem að þar fer fram í mars.

Í Laugardalnum verður stórleikur þar sem takast á SR og SA en þessi lið eru að berjast um topp sætið í deildinni. SR er sem stendur í 1. sæti með 17 stig eftir 13 leiki en Akureyringar eru með 15 stig eftir 12 leiki. Bæði liðin þurfa mjög á sigri að halda til þess að tryggja stöðu sína í deildinni og því er ljóst að um hörku leik verður að ræða.  Þessi leikur er þó leikinn í skugga andláts Magnúsar Einars Finnssonar, formanns SA, er lést s.l. sunnudag, en hans er sárt saknað í íshokkíhreyfingunni. Skemmtunin í laugardal hefst kl 19:15 með upphitun liðanna en leikurinn hefst síðan klukkan 19:45.

3 fl. karla sömu liða, munu síðan leika á eftir meistaraflokkunum.