MIÐVIKUDAGURINN 17.04 - LEIKIR DAGSINS



Nú klukkan 13.00 hefst fimmti og síðasti keppnisdagur á HM hér í Skautahöllinni í Laugardal.

Eftirfarandi leikir eru á dagskrá í dag:

Kl. 13.00  Nýja Sjáland - Serbía
Kl. 16.30 Spánn -  Eistland
Kl. 20.00 Króatía - Ísland

Svo háttar til vegna stöðunnar í riðlinum að alllir leikirnir hafa þýðingu. Leikur Nýja Sjálands og Serbíu sker úr um hvort liðið fellur niður í b-riðil 2. deildar og leikur þar á komandi tímabili. Leikur Spánverja og Eista sker úr um hvort liðið vinnur sig upp um deild og leikur í b-riðli 1. deildar að ári. Og að lokum leika Króatía og Ísland um bronsið í kvöld. Að þeim leik loknum fara fram verðlaunaafhendingar og síðan verður mótinu slitið. Það eru því allir leikir háspennuleikir og því góð ástæða til að láta sjá sig í Laugardalnum.

HH