Mfl. karla SR-SA föstudaginn 14. október 2016

Hertz-deild karla heldur áfram.  Skautafélag Reykjavíkur tekur á móti Skautafélagi Akureyrar í Skautahöllinni Laugardal, föstudaginn 14. október 2016.  Leikurinn hefst að vanda kl 19:45 og má búast við æsispennandi leik. Nú er um að gera að skella sér á stórskemmtilegan leik í einni hröðustu íþrótt í heimi.  Ollabúð opin þar sem hægt verður að fá sér kaffi og með því, aðgangseyrir kr 1.000.-  Sjáumst í Skautahöllinni Laugardal, kl 19:45.