Mfl kvenna hjá Skautafélagi Akureyrar

Helgina 1. – 3. febrúar næstkomandi mun mfl kvenna frá Skautafélagi Akureyrar (SA) halda til Stokkhólms til að etja kappi við nokkur lið í næst efstu deild þar í landi, Huddinge, AIK og SDE.

Kvennalið SA hefur haft einstaka yfirburði hér á landi og hafa landað íslandsmeistaratitli óslitið síðan 2006. Liðið er að mestu skipað landsliðsleikmönnum á aldrinum 16-38 ára og er því gríðar sterkt í ár sem og síðustu ár.  Áskorun hefur ekki verið nægileg í deildinni hér á landi og freistar það því gæfunnar á erlendri grundu til að sjá hvar það stendur miðað við önnur lið á norðurlöndunum.

Þeim til aðstoðar verður Jón Gíslason, núverandi þjálfari kvennalandsliðsins og gamalreyndur leikmaður karlaliðs SA. Mikil vinna er hafin við að koma liðinu í form og undirbúa það fyrir átökin. Þessi ferð ætti einnig að gefa Jóni góða mynd af því hvað hann þarf að vinna með til að koma landsliði kvenna í það horf sem þarf til að komast upp um deild á heimsmeistaramótinu.

Þessi ferð gæti einnig verið tækifæri fyrir þá ungu leikmenn sem vilja fara erlendis að spila til að sjá hvar þær standa miðað við jafnöldrur sínar í Svíðþjóð og jafnvel fengið tilboð um að spila með liðum þar í landi.

mfl kvenna á Akureyri