Mexíkó í dag

U18 leikur sinn síðasta leik í heimsmeistarakeppni Alþjóða Íshokkí Sambandsins í dag klukkan 17 að Rúmenskum tíma eða klukkan 15 að íslenskum. Þetta er mikilvægur leikur fyrir strákana sem að með sigri í honum verða í fjórða sæti og það er líkast til besti árangur sem að U18 íð hefur náð. Markmið strákanna var að halda sæti sínu í deildinni en síðustu ár höfum við verið að ganga á milli 2. og 3. deiildar.  Mexíkanar eru þó sýnd veið en ekki gefin, við höfum mætt þeim áður og er skemmst að minnast viðureignar U20 liðsins við Mexíkana í janúar síðastliðnum en þar töpuðum við 4 - 10 því er ljóst að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin og síðust ár hafa framfarir þeirra verið miklar. Strákarnir verða því að mæta í leikinn einbeittir og skarpir og leika þannig af fullum krafti leikinn í gegn. Héðan að heiman segjum við TAKA Á ÞVÍ STRÁKAR, ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!