Meistaraflokkur karla - fyrirkomulag


Frá leik í íslandsmóti karla                                                                                     Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Eins og kom fram í frétt okkar í gær er í fyrsta sinni í mörg ár spilað eftir sitthvorri reglugerðinni í meistaraflokki kvenna og karla. Reglugerðin um íslandsmót karla hefur ekki breyst mjög mikið frá síðasta tímabili. Áfram verður haldið frá síðasta ári, þ.e. heimilt verður að færa leikmenn milli liða ásamt því að leikmenn sem gjaldgengir eru í U18 ára landslið og markmönnum hafa frjálst spil.

Breyting frá síðasta ári er helst þessi:

  • Leikin verður tvöföld úrslitakeppni. Þ.e. leikin er sérstök úrslitakeppni a- liða og svo úrslitakeppni b-liða. Í úrslitakeppni a-liða telst það lið íslandsmeistari sem fyrr vinnur þrjá leiki. Í úrslitakeppni b-liða telst það lið íslandsmeistari sem fyrr vinnur tvo leiki.

Reglugerðina um íslandsmót karla má finna hér.

HH