Með lækkandi sól.........

fer undirbúningur komandi keppnistímabils að fara í gang. Að sama skapi fer að fjölga fréttunum hér á síðunni hjá ÍHÍ. Eins og ævinlega er stefnt að þvi að hafa um það bil eina frétt á dag.

Vonandi verða hokkímenn duglegir að senda hérna inn punkta sem skrifa má um. Því ef síða sem þessi á að vera lifandi og skemmtileg til aflestrar er nauðsynlegt að menn komi með hugmyndir og texta til að auka breiddina í skrifunum. Ein hugmynd væri t.d. að einhver tæki að sér að skrifa um hokkíkeppnina á komandi Vetrarólympíuleikum, þ.e. liðin sem verða þar að keppa. Einsog flestir vita verða leikarnir í Kanada og löngu uppselt á alla leiki.

Ljóst er einnig að heimsóknum inná síðuna frá Svíþjóð mun líklega fjölga en við komum að því síðar meir.

Ég vona að sumarið hafi verið gott hjá hokkífólki og allir komi vel undan því.

HH