Markmiðinu náð

Frábærar fréttir voru að berast núna í morgunsárið frá Nýja Sjálandi þar sem U20 ára liðið okkar var að eiga við Kínverja og unnu leikinn glæsilega með 5 mörkum gegn einu. Í upphafi leiks eftir aðeins tvær og hálfa mínútu skoruðu kínverjar fyrsta mark leiksins en okkar menn tóku þá öll völd á svellinu og settu 5 mörk á Kínverjana án þess að þeir næðu að svara.

Með þessu náðu strákarnir okkar markmiði sínu sem var að vinna þennan riðil og komast upp í næsta styrkleikaflokk. Liðið fékk fullt hús stiga  og stóð sig á allan hátt frábærlega.

Við hér heima óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.