Markmenn

Skrifstofu ÍHÍ var að berast DVD-diskur frá The International Ice Hockey Centre of Exellence (IIHCE). Diskurinn heitir Modern Goaltending og er eins og nafnið gefur til kynna kennsludiskur um nútíma markvörslu. Diskurinn er gerður af Ilari Nackel og meðal efnis er:

Goaltending Tactics.

Movement.

Game Situation Skills.

Playing Loose Pucks.

Save Techniques.

Ilari Nackel þessi er markmannsþjálfari í Finnlandi og með meistaragráðu í íþróttum. Ef einhverjir markmenn, sama í hvaða flokki þeir eru, hafa áhuga á að fá þennan disk þá hafið samband við mig á ihi@ihi.is Diskurinn er 1 klst. og 14 mínútur þannig að eitt og annað hlýtur að vera hægt að læra af honum.

Myndina tók Margeir Örn Óskarsson

HH