Markmannsþjálfaranámskeið

Um helgina mun Hannu Nykvist halda markmannsnámskeið. Námskeiðið hefst á snemma á föstudagsmorgni en dagskránna má finna hér.

Bóklegir hlutar fara fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal en fyrstu tvær ísæfingarnar eru í Egilshöll en sú þriðja fer fram í Skautahöllinni í Laugardal.

Hannu Nykvist starfar hjá finnska íshokkísambandinu og einbeitir sér að markmannsmálum þar. Áður hefur Hannu þjálfað hjá liðum eins og Jokerit í Finnlandi og Zurich Lions í Sviss.

Það má því segja að koma Hannu's sé hvalreki í markmannsþjálfun fyrir íshokkí á Íslandi. Minnum þá sem ætla að sækja námskeiðið að hafa með sér skauta, hjálm, kylfu og hanska.

HH