Margir leikir um helgina

Nú um helgina fer fram á Akureyri Bautamótið í 4. flokki.  Mótið er einn hluti Íslandsmótsins í þessum aldursflokki og verður leikið á laugardegi og sunnudegi.  Á laugardagskvöldið fer svo fram leikur á milli SA og Bjarnarins í 2. flokki en það eru leikmenn fæddir 1988 og yngri.