Maksymilian Jan Mojzyszek - markmanns þjálfunarbúðir í Tékklandi

Maksimilian og Petr Mrazek
Maksimilian og Petr Mrazek

Maksymilian Jan Mojzyszek, 17ára markmaður Bjarnarins fór til Ostrava- Poruba Tékklandi fyrr í sumar og var þar í þjálfun hjá Petr Mrazek sem spilar með Detroit Red Wings og landsliði Tékklands.  Hér eru upplýsingar um Petr Mrazek. Í þessum æfingabúðum voru um 20 drengir, aðallega frá mið og austur evrópu.  Maksimilian fór einnig í sumar til Tychy í Póllandi í íshokkí æfingabúðir.

Þrátt fyrir að íshokkí liggi niður að mestu yfir sumarmánuðina á Íslandi, þá er talsvert um að okkar fólk fari í æfingabúðir erlendis og nái þar í frekari menntun í íshokkí.  Þar á meðal er U18 hópur íslenskra kvenna nú í Helsinki í Finlandi og fáum við fréttir frá þeim næstu daga.