Magnús Einar Finnsson látinn
Þau hörmulegu tíðindi hafa boristi að félagi okkar Magnús Einar Finnsson formaður Skautafélags Akureyrar og stjórnarmaður í Íshokkí sambandinu hafi látist í gær á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir snarpa baráttu við krabbamein.  Magnús var í forystusveit íslenskra skautamanna frá því að íþróttin var hafin til vegs og virðingar á nýjan leik upp úr 1990.  Það er mikill missir fyrir unga hreyfingu eins og okkar að missa einn að sínum lykilmönnum.

Stjórn Íshokkísambands Íslands sendir fjölskyldu Magnúsar sínar innilegustu samúðarkveðjur.

 
Blessuð sé minning Magnúsar Einars Finnssonar.