Magnús Einar Finnsson í veikindaleyfi

Eins og fram kemur á heimasíðu Skautafélagas Akureyrar er gjaldkeri ÍHÍ og formaður SA Magnús Einar Finnsson frá störfum fyrir íshokkíhreyfinguna vegna veikinda og er það skarð fyrir skildi. Stjórn ÍHÍ sendir Magnúsi og fjölskyldu hans innilegustu stuðningskveðju með ósk um skjótann bata.
Stjórn ÍHÍ skipaði í dag Jón Heiðar Rúnarsson íþrótta og æskulýðsfulltrúa á Dalvík tímabundið varamann í sæti Magnúsar í aganefnd sambandsins.