Lýsibikarinn - bikarmót Íshokkísambands Íslands

Bikarkeppni Íshokkísambands Íslands -Lýsibikarinn hefst föstudagskvöldið 30. ágúst kl 20:00 í Skautahöllinni Í Laugardal.

Lýsibikarinn er bikarkeppni Íshokkísambands Íslands, þátttakendur eru meistaraflokkur karla í aðildarfélögunum þremur,  Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur og Fjölnir/Björninn.

Keppnisfyrirkomulag er tvöfaldur Round Robin, samtals 6 leikir. Fyrri umferðin er helgina 31.ágúst til 1. september og svo síðari umferðin 6. til 8. september 2019.

Það er Lýsi hf sem er aðal stuðningsaðili keppninnar.

Tímasetning og staða leikja má finna hér.