Lyfjaeftirlit á leik gærkvöldsins

Lyfjaeftirlitið mætti á leik SR og Bjarnarins í gærkvöldi og voru 6 leikmenn teknir í lyfjapróf. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem að íshokkíleikmenn eru teknir í lyfjaeftirlit. Frétt um þetta er að finna á lyfjavef ÍSÍ en þar segir orðrétt. 
Lyfjaeftirlitið mætti á leik hjá SR og Birninum í gærkvöldi. Eftirtaldir leikmenn voru boðaðir í lyfjapróf:
Birgir Jakob Hansen, Brynjar Freyr Þórðarson og Magnús Felix Tryggvason Birninum.
Birkir Árnason, Pétur Maack og Þórhallur Viðarsson SR.
 
Sýnin er búið að senda út til rannsóknar, niðurstaðna er að vænta innan fárra vikna.