Lokadagur HM kvenna í dag

Í dag og í kvöld fara fram tveir síðustu leikir Heimsmeistaramóts kvenna í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal. Fyrri leikurinn er á milli Rúmeníu og Nýja Sjálands og hefst hann kl. 16.30. Seinni leikurinn er klukkan 20.00 og þá eigast við Ísland og Suður Kórea. 

Íslandsbanki hefur ákveðið að standa með stelpunum okkar alla leið og býður öllum á leik Íslands. 

Þetta er því frábært tækifæri til þess að koma og horfa á skemmtilega og  spennandi íshokkíleiki og veita landsliði Íslands stuðning í baráttu um verðlaunasæti. Staðan í mótinu er þannig að öll þessi lið eiga möguleika á að vinna til verðlauna og verða þetta því viðureignir þar sem ekkert er gefið eftir.

Áfram Ísland!


Athugið þetta er ekki 1. apríl gabb!