Listamenn innan íshokkígeirans

Rúnar Rúnarsson er íslenskum íshokkímönnum að góðu kunnur. Hann hóf ferill sinn með SA og hefur hér á landi lengst af spilað með þeim ásamt stuttri viðkomu í SR. Einnig hefur Rúnar spilað í Danmörku og að sjálfsögðu með íslenska landsliðinu, en þessa dagana er Rúnar þó keppandi í keppni af allt öðru tagi.
Þar er á ferðinni sjónvarpsþáttur sem heitir Allstars og sýndur er í beinni útsendingu á TV2 í Danmörku. Á síðasta föstudag horfðu um 2 milljónir manna þáttinn en  þetta er kórakeppni og er Rúnar einn forsöngvarana í sínum kór. Rúnar ásamt sínum kór komst áfram í keppninni og er líklegast það jákvæðasta sem heyrist um íslendinga í danaveldi þessa dagana. Undanúrslitin fara fram næstkomandi föstudag og komst Rúnar áfram syngur hann í úrslitum þann 28 desember næstkomandi.
Á youtube er klippa með Rúnari þar sem hann tekur lagið.

HH