Liðin helgi.

Nú er góðri hokkíhelgi lokið og segja má að vel hafi til tekist. Í Egilshöllinni börðust innlendir og erlendir heldri hokkímenn í góðum anda sem endaði með því að liðið frá Gentofte í Danmörku vann Toronto-liðið með 3 mörkum gegn 2.

Í Laugardalnum fór hinsvegar fram helgarmót í 4. og 5 flokki með miklum glæsibrag. Þrátt fyrir stífa dagskrá náðist að halda henni merkilega vel og það sem var enn betra að oft á tíðum sást mjög gott hokkí hjá liðunum sem voru að spila. Flokkarnir hafa verið að stækka frekar en hitt og nú er orðið erfitt að halda mótin með fleiri en einn flokk í hvert sinn og því gæti svo farið að á næsta ári verði þessu skipt um.
Að venju fengu allir þátttakendur í 5. flokki gullverðlaun fyrir þátttökuna þar sem ekki er talið í leikjum þeirra né gefin stig. 4. flokkurinn hinsvegar var í keppni til Íslandsmóts og ætti stigataflan hjá þeim að vera komin upp á morgun.

HH