Lið Kanada


Almennt:

Kanada er líklega það lið sem gerðar eru hvað mestar kröfur um að vinni gull í Vancouver. Ekki aðeins fyrir þær sakir að  þeir munu leika á heimavelli, heldur er liðið fullt að stórstjörnum og sigurvegurum sem allir hafa unnið einhvern af þeim stóru titlum sem eru í boði í ísknattleik. Þó hafa reyndar aðeins fjórir úr liðinu unnið Ólympíugull áður, en það var á leikunum í Salt lake City 2002 en það voru þeir Martin Brodeur, Jarome Iginla, Scott Niedermayer og Chris Pronger.

Í hópi Kanadíska liðsins eru 15 leikmenn að taka þátt í Ólympíuleikum í fyrsta skipti. Hópurinn er góð blanda af ungum leikmönnum sem hafa gríðarleg hæfileika og gömlum jöxlum sem eru búnir að sjá þetta allt.

Liðið:


 Kanadíska liðið lýtur svona út:

Markmenn
Fæddir 
 
Núverandi lið 
 
Martin Brodeur
06.05.1972
 
New Jersey Devils
Marc-André Fleury
28.11.1984
 
Pittsburgh Penguins
Roberto Luongo
04.04.1979
 
Vancouver Canucks
 
 
 
 
Varnamenn
 
 
 
Dan Boyle
12.07.1976
 
San Jose Sharks
Drew Doughty
08.12.1989
 
Los Angeles Kings
Duncan Keith
16.07.1983
 
Chicago Blackhawks
Scott Niedermayer
31.08.1973
 
Anaheim Ducks
Chris Pronger
10.10.1974
 
Philadelphia Flyers
Brent Seabrook
20.04.1985
 
Chicago Blackhawks
Shea Weber
14.08.1985
 
Nashville Predators
 
 
 
 
Sóknarmenn
 
 
 
Patrice Bergeron
24.07.1985
 
Boston Bruins
Sidney Crosby
07.08.1987
 
Pittsburgh Penguins
Ryan Getzlaf
10.05.1985
 
Anaheim Ducks
Dany Heatley
21.01.1981
 
San Jose Sharks
Jarome Iginla
01.07.1977
 
Calgary Flames
Patrick Marleau
15.09.1979
 
San Jose Sharks
Brenden Morrow
16.01.1979
 
Dallas Stars
Rick Nash
16.06.1984
 
Columbus Blue Jackets
Corey Perry
16.05.1985
 
Anaheim Ducks
Mike Richards
11.02.1985
 
Philadelphia Flyers
Eric Staal
29.10.1984
 
Carolina Hurricanes
Joe Thornton
02.07.1979
 
San Jose Sharks
Jonathan Toews
29.04.1988
 
Chicago Blackhawks
 
Þjálfarar og stjórn liðsins:

Framkvæmdastjóri kanadíska liðsins er enginn annar en Steve Yzerman sem leiddi Lið Detroit Red Wings að nokkrum Stanley bikurum. Það eru fá lið sem geta skilið leikmenn á heimsmælikvarða eftir heima en slíkt úrval af leikmönnum hafa Kanada menn. Meðal leikmanna sem skildir voru eftir er Steven Stampkos sem er fjórði markahæðstur í NHL. Er Kanadíska liðið líklegast eina liðið sem getur gert svoleiðis. Þannig að val á liðinu er alls ekki auðvelt en helstu spekingar segja að liðið sé mjög vel valið.
Þjálfari liðsins er Mike Babcock sem undanfarin fjögur ár hefur þálfað Detroit Red Wings en hann leiddi eimitt það lið til sigurs í NHL árið 2008. Honum til aðstoðar eru þeir Jacques Lemaire (NJD), Lindy Ruff(BUF) og Ken Hitchcock(CBJ). Sérstakur ráðgjafi liðsins er svo Wayne Gretzky.

Árangur Kanadíska á síðustu þremur Ólympíuleikum:

Turin, Ítalíu                        2006                 7. sæti.
Salt Lake City, USA             2002                 1. sæti.
Nagano, Japan                    1998                4. sæti.

Árangur Kanada á síðustu þremur HM-mótum:

Bern, Sviss                        2009                 2. sæti.
Quebec, Kanada                 2008                 2. sæti.
Moskva, Rússland               2007                 1. sæti.

Á síðasts heimslista sem gefinn var út er Kanada í öðru sæti.

Fylstu með Þessum!
Thornton, Marleau og Heatley, eru ein heitasta sóknarlínan í NHL þetta tímabilið, Þar sem stoðsendinga kóngurinn Thornton þjónustar skytturnar Heatley og Marleau.
Svo eru þeir Sidney Crosby og Rick Nash saman í línu og eru þetta tveir af mínum uppáhalds leikmönnum. Sidney Crosby ere inn alhliðabesti hokkíspilari í heiminum og Nash er power forward sem kann öll move-in í bókinni ásamt því að kunna að skora glæsileg mörk (eitthvað sem landar hans ættu að taka sér til fyrir myndar).  En kanadískt hokkí er einfalt og áhrifarík. Þeir leggja til atlögu beint á markið eru ekki að leita af hinu fullkomna færi. Þeir eru óhræddir við að skjóta og fara og elta pökkinn. Einnig eru þeir stór hættulegir manni fleiri (power play), en einnig eru þeir mjög duglegir að vera með umferð fyrir framan markið.
 
Kanada er lið sem alltaf er líklegt til sigurs í svona keppnum og nú er bara spurning hvort þeir nái saman, en þá eru þeir óstöðvandi þegar þeir ganga á öllum fjórum.

BÖS