Leikur tvö í úrslitum kvenna í Egilshöll í kvöld klukkan 19:45

Þá er komið að leik númer 2 í úrslitum kvenna. Norðankonur leiða einvígið eftir sigur í fyrsta leik sem leikin var síðastliðinn sunnudag fyrir norðan.  Ef við rýnum aðeins í tölfræði þess leiks má sjá að markaskorarar SA voru Ragnheiður Ragnarsdóttir sem átti tvö mörk og Kolbrún Björnsdóttir átti eitt mark og eina stoðsendingu. María Eiríksdóttir átti síðan tvær stoðsendingar og Magdalena Sulova átti eina.  Mark Fjölnis skoraði Hilma Bergsdóttir eftir stoðsendingu frá þeim Teresu Snorradóttur og Kolbrúnu Garðarsdóttur.

SA skaut 26 sinnum á mark Fjölnis.  Þannig að markmaður Fjölnis Karitas Haldórsdóttir varði 23 skot af 26 skotum sem gerir 88,4% markvarsla. Fjölnir átti svo 30 skot á mark SA. Þannig að Shawiee Gaudreault  markmaður SA varði 29 af 30 skotum Fjölnis sem gerir 96,6% markvörslu.

Það er ljóst að Fjölnir fékk fleiri tækifæri til að skora en SA með 30 skot á mark en þeim tókst ekki að koma pekkinum framhjá Shawiee í marki SA.  Leikurinn í Egilshöll verður án efa mjög fjörugur og skemmtilegur og hann hefst klukkan 19:45