Leikur kvöldsins.

Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson


Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Skautafélags Reykjavíkur og Víkinga í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.45.

Skautafélag Reykjavíkur hefur átt á brattann að sækja þetta árið og eru nú í neðsta sæti deildarkepnninnar með sex stig að loknum níu leikjum. Víkingar á hinn bóginn háir harða baráttu við Björninn um efsta sætið í deildarkeppninni en fjórum stigum munar á liðunum en Víkingar eiga fyrir leikinn í kvöld leik til góða á Björninn. Steinar Páll Veigarsson hefur jafnað sig eftir meiðsli í liði SR-inga en varnarmaðurinn Egill Orri Friðriksson er hinsvegar frá næstu vikurnar.  Víkingar eru án Sigurðar Reynissonar en Rúnar Freyr Rúnarsson tekur fram skautana á ný.    

HH