Leikur kvöldsins.

Í kvöld mætast í Egilshöllinni lið Bjarnarins og SA Jötna í meistaraflokki karla. Leikurinn hefst klukkan 19.30.

Rétt einsog á síðasta tímabili hafa Bjarnardrengir átt erfitt í upphafi tímabilsins en eftir fimm leiki er einn sigur kominn í en sá sigur kom eimitt gegn SA Jötnum.

SA Jötnar státa hinsvegar af tveimur sigrum. Fyrst voru SR-ingar lagðir og fyrir einni viku bætti liðið svo sigri á SA Víkingum í safnið. 

Fyrir áhugasama má sjá alla leiki sem spilaðir hafa verið í karlaflokki hér og vonandi verður fljótlega hægt að fara vinna tölfræði úr þeim. Bein netlýsing verður frá leiknum fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að kíkja við i Egilshöll.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH