Leikur kvöldsins.

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 20.00. 

Liðin léku síðast í byrjun desember og þá höfðu Bjarnarmenn sigur með níu mörkum gegn þremur. Leikurinn þar á undan var öllu meira spennandi en hann endaði með sigri Bjarnarins sem gerði fimm mörk gegn fjórum mörkum SR-inga eftir framlengdan leik. Leikmannalistar munu koma upp á tölfræðisíðunni fljótlega uppúr hádegi. Einsog vanalega verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á netinu fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Mynd: Ómar Þór Edvarsson

HH