Leikur kvöldsins.

Í kvöld er það ungviðið sem á sviðið þegar Skautafélag Reykavíkur mætir Birninum í 3ja flokki karla. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 20.45. Bjarnarmenn eru með sérlega sterkan 3. flokk þetta árið og hafa unnið sína leiki örugglega. Liðið er með 32 mörk í plús eftir tvo leiki. SR-ingar munu því eiga á brattann að sækja í kvöld en leikmenn og þjálfarar liðsins munu sjálfsagt nota veturinn vel.

HH